Sundlaugasögur

Á Íslandi eigum við í sérstöku sambandi við heitt vatn, en sundlaugar landsins gegna stærra hlutverki í þjóðlífinu en gengur og gerist í grannríkjunum. Jarðhitinn og heita vatnið eiga stóran þátt í sögu lauganna og er að miklu leyti undirstaða þeirra. Íslendingar voru almennt fremur seinir til þess að fara að stunda sund, var það aðallega vegna aðstöðuleysis.

Myndskeiðin hér eru úr heimildamyndinni Sundlaugasögur eftir Jón Karl Helgason. Framleiðandi er JKH-Kvikmyndagerð og höfundur tónlistar er Ragnar Zolberg. Til stendur að frumsýna myndina vorið 2022.

Vesturbæjarlaug

Vesturbæjarlaug var tekin í notkun 1961 og stendur við Hofsvallagötu í Vesturbæ Reykjavíkur. Hún er fyrsta almenningssundlaugin þar sem komið var fyrir heitum pottum og eru upphaflegu pottarnir enn í notkun.
Horfa

Seljavallalaug

Seljavallalaug er í Laugarárgili undir Eyjafjöllum og var tekin í notkun 1923. Hún var fyrst hlaðin úr grjóti og svo steypt síðar. Hún er elsta laug landsins sem enn stendur og enn er í notkun.
Horfa

Sundlaugin á Hofsósi

Sundlaugin á Hofsósi var tekin í notkun á kvenréttindadaginn, 19. júní, árið 2007. Hún var gjöf athafnakvennanna Lilju Pálmadóttur og Steinunnar Jónsdóttur til íbúa. Útsýni frá lauginni til Drangeyjar, sem þekkt er af sundi Grettis sterka, er einstakt.
Horfa

Selárlaug

Selárlaug er í Selárdal í Vopnafirði og var vígð sumarið 1950. Hún fær heitt vatn úr nálægri uppsprettu og stendur á bökkum einnar gjöfulustu laxveiðiár landsins.
Horfa

Sundhöllin í Reykjavík

Sundhöllin í Reykjavík stendur við Barónsstíg og var tekin í notkun 1937. Hugmyndin um laugina hafði verið viðruð upp úr aldamótum en rekstur hitaveitu í Reykjavík hófst árið 1930 þegar Austurbæjarskóli, sem stendur rétt við Sundhöllina, var tengdur.
Horfa

Sundlaugin í Laugaskarði

Sundlaugin í Laugaskarði er á bökkum Varmár í Hveragerði og var tekin í notkun 1938. Eftir að laugin var stækkuð í 50 metra var hún um langt árabil stærsta sundlaug landsins og íslenska sundlandsliðið æfði þá í lauginni.
Horfa

Laugardalslaug

Laugardalslaug við Sundlaugaveg í Reykjavík var tekin í notkun 1968. Hún leysti af hólmi Gömlu laugarnar sem staðið höfðu handan Sundlaugavegarins frá því upp úr aldmótum. Helsta keppnislaug landsins en nú innilaug við Laugardalslaugina.
Horfa