F9 Barna- og nauðungarvinna

OR kappkostar að starfa í samræmi við íslenska vinnulöggjöf og stefna fyrirtækisins í ÖH-málum og starfskjaramálum gengur lengra en löggjöfin á þessum sviðum. OR gerir sér grein fyrir hættu á því að verktakar á vegum OR eða undirverktakar þeirra fylgi ekki reglum. Í því skyni hefur OR meðal annars;

  • sett kröfur í útboðsgögnum sem taka til barna- og nauðungarvinnu,
  • sett inn heimildarákvæði um riftun samninga við verktaka sem verða uppvísir að brotum á reglum íslensks vinnumarkaðar,
  • gert kröfu um að reikningar vegna tiltekinnar aðkeyptrar vinnu megi ekki vera fyrir lengri tíma en rúma sjö tíma á sólarhring nema með leyfi frá OR (slíkt leyfi hefur ekki verið veitt) og
  • gert kröfu í verksamningum um að launagreiðslur og tryggingar verktaka og undirverktaka þeirra séu í samræmi við íslensk lög.

Ekkert tilvik var um það á árinu 2021 að grípa þyrfti til ráðstafana samkvæmt þessum ákvæðum.

Alþjóðlegt vottunarkerfi vegna barna- og nauðungarvinnu er ekki fyrir hendi . OR á því erfitt með að staðfesta að slíkt fari ekki fram innan allrar virðiskeðju fyrirtækisins, t.d. í kaupum á vöru. Yrði uppvíst um slíkt er að finna riftunarákvæði vegna slíkra brota í öllum útboðsgögnum OR. Þá liggja fyrir í lokadrögum siðareglur birgja OR og skráð verklag til að bregðast við upplýsingum um ætluð brot á þeim geta einnig leitt til þess að viðskiptum við viðkomandi birgi verði hætt.