F6 Aðgerðir gegn mismunun

Styður heimsmarkmið
Sameinuðu þjóðanna
Jafnrétti kynjanna

Í árlegum vinnustaðargreiningum er starfsfólk spurt hvort það hafi orðið fyrir einelti, kynferðislegu áreiti eða kynbundnu. Síðustu fimm ár hefur slíkum tilfellum fækkað ár frá ári og stefna fyrirtækisins er einfaldlega að slíkt sé ekki liðið.

Á árinu 2021 fór hlutfall þeirra sem sögðust hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni á vinnustað síðustu 12 mánuði í fyrsta skipti niður í 0. Þátttaka í vinnustaðargreiningunni meðal starfsfólks var 92%.

Hlutfall starfsfólks sem segist hafa orðið fyrir einelti eða kynferðislegri áreitni

Jafnrétti og fjölbreytileiki á vinnustaðnum

Jafnrétti og fjölbreytileiki á vinnustaðnum

Á árinu efndi fyrirtækið til rafrænna námskeiða í átta þáttum um jafnrétti og fjölbreytileika á vinnustaðnum. Námskeiðin eru í umsjá Sóleyjar Tómasdóttur hjá Just Consulting og í árslok hafði um þriðjungur starfsfólks lokið a.m.k. hluta námskeiðanna. Markmiðið er að skapa sameiginlega þekkingu til að stuðla að vinnustaðarmenningu þar sem öllu starfsfólki líður vel. Samhliða námskeiðunum voru haldin svokölluð Jafnréttis-trúnó, rafrænir fundir þar sem starfsfólk skiptist á reynslu og skoðunum á ýmsum hliðum vinnustaðarmenningar.

Iðnir og tækni

Á árinu 2021 var einnig áfram unnið að verkefninu Iðnir og tækni með strákum og stelpum úr Árbæjarskóla. Ungmenni sækja í því valáfanga sem hefur það markmið að vekja áhuga nemenda á iðn- og tæknistörfum og kynna þeim þau fjölbreyttu störf og starfstækifæri sem iðn- og tækninám hefur upp á að bjóða. Námið er fjölbreytt og byggir á fræðslu, vettvangsferðum og verklegum æfingum. Öll fyrirtæki samstæðunnar taka þátt í verkefninu og í kennara- og undirbúningshópnum eru um 40 starfsmenn.

Jafnréttisáætlun samstæðu OR

Á árinu 2021 var ákveðið að gera eina jafnréttisáætlun fyrir alla samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur. Áður hafði hvert fyrirtæki innan samstæðunnar unnið sína áætlun og fylgst með framvindu hennar.