Tekjur, gjöld, EBITDA og EBIT

Mikill stöðugleiki einkennir helstu stærðir í rekstri OR síðustu ár. Tekjuaukinn skýrist einkum af rafmagnssölu tengdu álverði og er OR nú stærsta orkufyrirtæki landsins miðað við veltu.

EBITDA stendur fyrir framlegð rekstursins án fjármagnsliða, afskrifta, skatta og endurmats eigna. EBIT er rekstrarafkoman án fjármagnsliða og skattgreiðslna.

Tekjur, gjöld, EBITDA og EBIT

Ljósleiðarinn til bjargar

Þegar eldgos hófst við Fagradalsfjall, um miðjan mars 2021, var fljótt ljóst að burðarstrengur fjarskipta í landinu væri í hættu vegna hraunrennslis. Það fór enda svo að svokallaður NATO-strengur rofnaði. Þá hafði Ljósleiðarafólk þegar haft hraðar hendur og fengið ö-fluga verktaka til að leggja nýjan streng sunnan eldstöðvanna. Um þetta var fjallað í myndbandinu en óvissustigi vegna eldgossins var aflýst í september 2021.