Fjárhagur

Hagsýni er eitt gilda OR og snýr það sérstaklega að fjármálum fyrirtækisins. Unnið er eftir fjárhagslegum markmiðum sem stuðla að því að OR og dótturfyrirtækin;

  • búi við traustan fjárhag,
  • séu rekin með viðunandi áhættu,
  • bjóði sanngjarnt verð fyrir þjónustuna,
  • geti greitt eigendum arð af eigum sínum.

Orkuveita Reykjavíkur, sem er að öllu leyti í eigu sveitarfélaga, lítur svo á að fjárhagslegur styrkur fyrirtækisins styðji almennt við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna númer 11 um sjálfbærar borgir og samfélög.

Skattaspor

KPMG hefur tekið saman skattaspor OR samstæðunnar á árinu 2021. Skattaspor OR samanstendur því af sköttum sem eru gjaldfærðir í rekstri samstæðunnar og þeim sköttum sem félögin innan hennar innheimtu og stóðu skil á til ríkis, sveitarfélaga og lífeyrissjóða.

Á árinu 2021 nam skattaspor OR samtals 8.699 mkr.