Á Íslandi eigum við í sérstöku sambandi við heitt vatn, en sundlaugar landsins gegna stærra hlutverki í þjóðlífinu en gengur og gerist í grannríkjunum. Jarðhitinn og heita vatnið eiga stóran þátt í sögu lauganna og er að miklu leyti undirstaða þeirra. Íslendingar voru almennt fremur seinir til þess að fara að stunda sund, var það aðallega vegna aðstöðuleysis.
Myndskeiðin hér eru úr heimildamyndinni Sundlaugasögur eftir Jón Karl Helgason. Framleiðandi er JKH-Kvikmyndagerð og höfundur tónlistar er Ragnar Zolberg. Til stendur að frumsýna myndina vorið 2022.