F3 Starfsmannavelta

Fjöldi fastráðins starfsfólks í árslok 2021

OR fylgist grannt með starfsmannaveltu hjá samstæðunni meðal annars eftir aldri og kyni. Tengsl hafa verið á milli efnahagsástands og starfsmannaveltu þannig að þegar kreppir að fækkar þeim sem skipta um starf. Þrátt fyrir efnahagssamdrátt vegna kórónuveirufaraldursins hefur nú sést sú þróun víða á Vesturlöndum að starfsmannavelta hefur vaxið. Faraldurinn og þær miklu fjarverur frá vinnustað sem honum hafa fylgt virðast því hafa meiri áhrif á starfsmannaveltu en efnahagssamdrátturinn. Starfsmannavelta árið 2021 var ýfið meiri árið 2020 og vöxtur hennar meðal kvenna er meiri en meðal karla. Þar kann faraldurinn einnig að hafa áhrif en hann hefur einnig haft áhrif á heimilislíf þar sem algengara er að konur beri meiri ábyrgð en karlar. OR gefur sér ekki fyrirfram að kórónuveirufaraldurinn sé þarna helsti áhrifavaldur og hefur því ráðist í sérstaka könnun á því hvers vegna óvenju margir kusu að láta af störfum hjá fyrirtækjunum á árinu 2021.

Hverfandi hluti starfsfólks OR samstæðunnar er í minna en 100% starfi. Þess vegna er ekki reiknuð starfsmannavelta sérstaklega fyrir þann hóp.

Starfsmannavelta, öll sem hætta

Starfsmannavelta, hætta að eigin ósk