F7 Vinnuslysatíðni

H-tala er alþjóðleg mælieining fyrir tíðni vinnuslysa. Hún er reiknuð sem fjöldi slysa á hverjar milljón unnar vinnustundir hjá viðkomandi fyrirtæki. Talin eru slys sem leiða til a.m.k. eins dags fjarveru frá vinnu. Þau voru fimm árið 2021 hjá OR samstæðunni, jafnmörg og árið á undan. Unnar vinnustundir voru 959.575, nokkru færri en árið 2020, og því hækkar H-talan á milli ára þó slysum hafi ekki fjölgað. Fjöldi vinnustunda eru samanlagðar unnar stundir á vinnustað og skráðar vinnustundir í heimavinnu.

Fjarveruslys á hverja milljón vinnustunda

OR lítur svo á að ekkert verk sé svo mikilvægt að hætta megi öryggi starfsfólks við framkvæmd þess. Stefna OR í öryggis- og heilbrigðismálum (ÖH-stefna) er rýnd árlega af stjórnum félaganna í samstæðunni. Stefnt er að slysalausum vinnustað. Það markmið náðist ekki árið 2021. OR gerir skýrar kröfur um öryggismál í öllum útboðum og þá kröfu til verktaka í framkvæmdaverkum að öryggisreglum fyrir verktaka sé fylgt. Þá hefur OR gefið út Öryggishandbók sem hefur staðið starfsfólki OR og verktökum til reiðu um árabil. Gerð er krafa um að starfsmenn verktaka sæki viðurkennt námskeið í öryggismálum.

Í siðreglum birgja OR er gerð sú almenna krafa að vinnuumhverfi starfsfólks sé heilsusamlegt, öruggt og í samræmi við lög og að birgir vinni markvisst og stöðugt að öryggis- og heilsumálum starfsfólks.

Gullnu reglurnar

Á árinu 2020 var ráðist í öryggisátak meðal starfsfólks undir yfirskriftinni Gullnu reglurnar. Markmið átaksins er að beina sjónum starfsfólks sérstaklega að því hættulegasta í starfsumhverfinu.

Gullnu reglurnar

Björg

OR starfrækir tilkynningagrunn sem starfsfólk skráir í hættur og ábendingar um tækifæri til umbóta. Skráningarnar eru grunnur umbótastarfs í öryggis- og heilsumálum. Hver og ein tilkynning er tekin til skoðunar og staðfest skal að úrlausn hennar sé lokið. Fjölgun skráninga, allt fram að hinu fordæmalausa ári 2020, er talinn til marks um vaxandi öryggisvitund og batnandi öryggismenningu í samstæðunni. Mikil heimavinna starfsfólks á árinu skýrir fækkun skráninga á þeim hættum sem við starfsfólki blasa á vinnutíma.

Tilkynningar í Björgu, öryggis- og heilsugrunn OR-samstæðunnar

Öll alltaf

Öll alltaf er yfirskrift verkefnis sem ráðist var í á árinu 2021 til að efla öryggisvitund og öryggismenningu innan samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur. Hér segir Páll Ragnar Pálsson frá vinnubrögðunum í fráveitu Veitna.