U10 Mildun loftslagsáhættu

Styður heimsmarkmið
Sameinuðu þjóðanna
Aðgerðir í loftslagsmálum

OR hefur uppfært grænan fjármögnunarramma þar sem öll fjármögnun hjá OR fellur undir, hvort sem það eru lán, skuldabréf eða önnur fjármögnun.

Carbfix tækninni er beitt í annarri af tveimur jarðvarmavirkjunum OR og tilraunahreinsistöð tekur til starfa árið 2022 í hinni. Þetta eru bein viðbrögð við loftslagsvandanum og hluti af mikilvægu framlagi OR samstæðunnar á þeirri vegferð að draga úr beinni losun gróðurhúsalofttegunda frá Íslandi. Að auki hefur samstæðan fjármagnað fjölmörg græn og loftslagsvæn verkefni með útgáfu grænna skuldabréfa ásamt grænna lána. Rekstur orku- og veitufyrirtækis á sjálfbæran hátt er grundvöllur langtímastefnu samstæðunnar. Græn fjármögnun er lykilþáttur í stefnunni og veitir fjárfestum tækifæri til að styðja við orkuskipti í átt að lágkolefnis- og loftslagsþolnu samfélagi framtíðinni.

Árið 2021 fjármagnaði OR samstæðan fjölmörg græn og loftslagsvæn verkefni fyrir um 13,2 milljarða kr., þar sem ný verkefni voru fjármögnuð fyrir um 8,5 milljarða kr. Þessi verkefni voru m.a. raforkuframleiðsla úr endurnýjanlegum orkugjöfum, svo sem raforkuframleiðslu og stækkun hitaveitna, sjálfvirkur mælalestur veitukerfa, bindingu koltvísýrings í berggrunn, verkefni til að efla viðnámsþrótt veitukerfa og fleira. Þessi fjármögnun nemur 25% af veltu samstæðunnar. Þverfaglegt teymi innan OR velur verkefnin og þau eru yfirfarin af utanaðkomandi aðila.