Umhverfisumbætur við Andakílsárvirkjun

Árið 2021 hélt Orka náttúrunnar fundi með samráðshópi landeigenda við Skorradalsvatn og Andakílsá og með formönnum félags sumarhúsaeigenda í Fitjahlíð við Skorradalsvatn. Sviðsmyndagreiningu er lokið á áhrifum virkjunar á umhverfi og efnahag og  á áhrifum virkjunar á samfélag í Skorradal og við Andakílsá. Tekin hefur verið ákvörðun um fyrirkomulag rekstrar virkjunarinnar en unnið er að nánari útfærslu. Í kjölfar áhættumats sem unnið var árið 2021 vegna fyrirhugaðrar hreinsunar aurs úr inntakslóni virkjunarinnar er áætlað að endurbæta stíflumannvirki og hreinsa upp úr lóninu. Unnið er að öflun leyfa.

Lífríki í Andakílsá

Lífríki í Andakílsá hefur náð sér á strik eftir að mikill aur barst í ána við ástandsskoðun á inntaksstíflu Andakílsárvirkjunar í maí 2017. Tæplega 520 laxar veiddust þar sumarið 2021 sem er góð veiði miðað við aðrar laxveiðiár í nágrenninu. Áin þolir veiði sumarið 2022. Um 20.000 seiðum var sleppt í ána árið 2021 og 20 þúsund laxaseiði voru sett í klak. Sumarið 2022 verður svipuðum fjölda seiða sleppt í ána og hafa þau verið í eldi frá hausti 2020. Orka náttúrunnar hefur tekið þetta verkefni föstum tökum.

Bakkavarnir hófust við Andakílsá í byrjun október 2021. Gróðurþekja var tekin upp, trjábolum með rótum, grjóti og möl komið fyrir í bakkanum til að styrkja hann og gróðurþekjan lögð aftur yfir. Víðir og birki voru gróðursett í bakkann til að styrkja hann enn frekar. Seinni hluti bakkavarna verður unninn vorið 2022.

Skorradalsvatn

Vatnshæð Skorradalsvatns var innan viðmiðunarmarka Orku náttúrunnar árið 2021.

Bakkavarnir við Andakílsá 2021

Bakkavarnir við Andakílsá 2021.