Eigin notkun
Árið 2021 nam vinnsla samstæðu OR á köldu vatni rúmlega 26 milljónum m3 og heitu vatni rúmlega 96 milljónum m3. Af þeim 96 milljónum m3 sem framleiddir voru af heitu vatni voru um 49 milljónir m3 kalt vatn sem hitað var upp í virkjunum Orku náttúrunnar á Hengilssvæðinu en afgangurinn var hitaveituvatn úr lághitasvæðum.
Eigin notkun samstæðu OR á köldu vatni var um 77 milljónir m3 og á heitu vatni rúmlega 500 þúsund m3.
Allur varmi sem notaður er til húshitunar á Hellisheiði er í lokuðu kerfi. Sama vatninu er hringdælt og varmanotkun er ekki mæld. Eigin notkun samstæðu OR á köldu vatni er nær eingöngu vegna jarðvarmavirkjana Orku náttúrunnar á Hengilssvæðinu. Þar var dælt upp um 77 milljónum m3 af köldu vatni árið 2021. Þar af voru um 49 milljón m3 nýttir í varmaframleiðslu, m.a. til húshitunar á höfuðborgarsvæðinu, en um 0,3 milljónir m3 voru nýttir til rekstrar og kælingar á búnaði virkjana eða um 1%.
Hlutfall eigin notkunar Veitna á köldu og heitu vatni er mjög lítil miðað við framleitt magn. Veitur leggja áherslu á að lágmarka orkunotkun og sóun í veitukerfum.
Endurnýting
Um 76% af jarðhitavatninu frá Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun hefur verið skilað niður í niðurdælingarsvæðin við virkjarnirnar. Takmarkið með því að dæla niður jarðhitavatni í jarðhitageyminn er að lengja nýtingartíma hans.
Veitur leggja áherslu á að dæla bakvatni í jarðhitakerfin þegar við á.