OR er kynjaskiptur vinnustaður og unnið er að því að fjölga konum meðal iðnaðarmanna og sérfræðinga og körlum meðal skrifstofufólks. Á meðal stjórnenda hefur jafnvægi ríkt milli kynjanna frá árinu 2015. OR hefur ekki tölur yfir kynjaskiptingu meðal verktaka.
Kynjahlutfall eftir starfaflokkum
Samkvæmt úttekt Ernst & Young fyrir samtökin Konur í orkumálum sem gefin var út í desember 2021 eru áhrif kvenna innan orkugeirans mest hjá OR samstæðunni og hefur það verið niðurstaðan í öllum þremur mælingum samtakanna.