Orkuveita Reykjavíkur leggur mikla áherslu á jafnrétti kynjanna og hlaut Jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs 2014, Hvatningarverðlaun jafnréttismála frá Samtökum atvinnulífsins 2015 og á árinu 2021 var fyrirtækið valið alþjóðlegur leiðtogi í jafnlaunamálum, Universal Fair Pay Leader. OR er aðili að Jafnréttissáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Á árinu 2017 tók OR í notkun nýtt líkan sem greinir áhrif hverrar einustu launaákvörðunar á kynbundinn launamun. Með því átti fyrirtækið auðveldara með að útrýma kynbundnum launamun. Það tókst í árslok 2017 og hefur óútskýrður kynbundinn launamunur verið innan tölfræðilegra skekkjumarka síðan.
Jafnlaunakerfi OR hlaut jafnlaunavottun á árinu 2018. Sú vottun þýðir að það jafnlaunakerfi sem OR innleiddi á grundvelli líkansins uppfyllir ákvæði laga nr. 56/2017 um jafnlaunavottun. Kerfið er nýtt til að tryggja að OR mismuni starfsfólki ekki á grundvelli kyns þess.
Óútskýrður kynbundinn launamunur hjá OR 2006-2021
Í línuritinu hér að ofan tákna tölur hærri en 0 launamun körlum í hag og lægri en 0 launamun konum í hag.