Löng hefð er fyrir því hjá veitufyrirtækjunum að ráða ungmenni til sumarstarfa umfram hefðbundna þörf fyrir afleysingar. Ræðst það meðal annars af því að fyrirtækin eiga mörg mannvirki og margar lóðir sem krefjast viðhalds sem best er sinnt að sumarlagi. Jafnframt lítur OR svo á að ráðning ungmenna til sumarstarfa gefi þeim innsýn í og fræði þau um starfsemina og veki áhuga þeirra á að koma aftur til starfa hjá fyrirtækjunum síðar.
Aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins skýra hvorttveggja fjölgun sumarráðninga og fjölgun tímabundinna ráðninga á árinu 2020 en slíkar aðgerðir voru umfangsminni árið 2021.
OR og dótturfyrirtækin kaupa að mikla vinnu frá stórum fyrirtækjum á borð við verkfræðistofur og framkvæmdaverktaka. Sumt starfsfólk stærri og smærri verktaka vinnur að verulegu leyti fyrir OR eða dótturfyrirtæki. Sá hópur hefur ekki verið skilgreindur og OR hefur ekki tölulegar upplýsingar um samsetningu hans.